Fréttabréf FFA

Þessi síða er í vinnslu. Hér fyrir neðan er prufa.

Fréttabréf 2022:
1. fréttabréf: 2. ágúst 2022

-------------------------

Prufa við að setja ferðaáætlun FFA 2023 upp á nýjan hátt:

1. janúar: Nýársganga 


1. janúar, sunnudagur (1 skór)
Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Grétar Grímsson
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir út í óvissuna til að fagna nýju ári.

4. febrúar: Bakkar Eyjafjarðarár: Ferð fyrir alla á gönguskíðum 

 

4. febrúar, laugardagur ( 1 skór)
Brottför kl. 11 á einkabílum frá skrifstofu FFA, Strandgötur 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ferðin hefst á bílastæðinu neðan við Kaupang og er gengið að Eyjafjarðará og síðan suður bakka árinnar að brúnni hjá Hrafnagili. Á leiðinni heyrum við sögur af fólki og dáumst að fögru útsýni. Þægileg gönguleið á flötu landi. Selflytja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar.
Vegalengd: 10 km. Engin teljandi gönguhækkun.
Þátttaka ókeypis.