Skíðagöngunámskeið 2026

Tvö skíðagöngunámskeið á utanbrautarskíðum 2026

skráning á skíðanámskeið

Grunnnámskeið á utanbrautarskíðum:

Ef þú ert byrjandi á utanbrautargönguskíðum (ferðaskíði með stálköntum) og langar að fara í skíða­gönguferðir t.d. með Ferðafélagi Akureyrar þá er þetta námskeið fyrir þig. Námskeiðið er fimm skipti og verður farið í grunntækni á utanbrautarskíðum, klæðnað og útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir. Skráningu lýkur 21. janúar.

Tímasetningar - Grunnnámskeið á utanbrautarskíðum:

Framhaldsnámskeið á utanbrautarskíðum:

Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af því að skíða á utanbrautargönguskíðum (ferðaskíði með stálköntum),
geta beitt þeim og skíðað í þrjár til fjórar klukkustundir. Skráningu lýkur 13. febrúar.

 

Tímasetningar - Framhaldsnámskeið á utanbrautarskíðum:

Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta dagsetningum ef veðurspá er óhagstæð
                         eða af öðrum ástæðum sem ekki ræðst við!

Grunnnámskeið á utanbrautarskíðum - upplýsingar

 

Grunnnámskeiðið hefst er frá 27. janúar og lýkur 7./8. febrúar 2026.

Ertu byrjandi á utanbrautargönguskíðum (ferðaskíði með stálköntum) og langar að fara í skíðagönguferðir t.d. með Ferðafélagi Akureyrar? Ef svarið er já, þá er þetta námskeið fyrir þig.

Námskeiðið er fimm skipti og verður farið í grunntækni á utanbrautarskíðum, klæðnað og útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir.

Nánari upplýsingar um námskeiðið:

Í ferðunum verður ekki gengið í troðnum brautum heldur munum við fara ótroðnar slóðir og hafa gaman saman. Upplýsingar fyrir ferðir verða sendar tímanlega í tölvupósti/facebooksíðu hópsins.

Farið verður í fjórar kvöldferðir og eina dagsferð. Þátttakendur koma á eigin bílum. Stefnt er að því að vera á nýjum stað í hvert skipti. Staðir sem m.a. koma til greina: Hamrar, Vaglaskógur, Hlíðarfjall, golfvöllurinn, Baugasel og Krossanesborgir.

Hvað eru utanbrautargönguskíði? Það eru gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum.

Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Skráningu lýkur 21. janúar.

Verð: 21.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 26.000 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka. Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald 2026, gerð verður bankakrafa fyrir því um leið og námskeiðsgjaldinu

Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta dagsetningum ef veðurspá er óhagstæð eða af öðrum ástæðum sem ekki ræðst við.

Nauðsynlegur útbúnaður:
Utanbrautargönguskíði, skór og stafir.
Ennisljós helst 300 lúm eða meira.
Þægilegur fatnaður til að ganga í.
Lítill bakpoki fyrir nesti og aukaföt.

Umsjónarmenn eru Anna Sigrún Rafnsdóttir annasr45@gmail.com eða í síma 848-1090 og Bryndís Inda Stefánsdóttir bryndisinda@gmail.com eða í síma 846-6952. Þær veita nánari upplýsingar ef óskað er. Formaður FFA veitir einnig upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692-6904.

Framhaldsnámskeið á utanbrautarskíðum - upplýsingar

 

Framhaldsnámskeið hefst er frá 9. febrúar og lýkur 28./29. febrúar 2026. Ef veður og snjóalög verða að stríða okkur höfum við tíma fram að páskum til að klára námskeiðið!

Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af því að skíða á utanbrautargönguskíðum (ferðaskíði með stálköntum),
geta beitt þeim og skíðað í 3-4 klst.

Nánari upplýsingar um námskeiðið:

Á námskeiðinu er farið í ferðir sem ekki eru eingöngu á flatlendi, þó ekki í miklu brattlendi. Markmiðið er að vera saman, læra á sjálfan sig og betur á skíðin og hafa gaman.

Í ferðunum verða farnar ótroðnar slóðir í nágrenni Akureyrar og markmiðið að hafa gaman saman úti í náttúrunni. Upplýsingar fyrir ferðir verða sendar í tölvupósti eða á facebooksíðu hópsins. Þátttkendur koma á eigin bílum.

Stefnt er að því að vera á nýjum stað í hvert skipti. Staðir sem m.a. koma til greina: Súlumýrar, Garðsárdalur, Hlíðarfjall, Dalsmynni, Víkurskarð, Þorvaldsdalur, Kaldbaksdalur og Vaglaskógur, Reykjaheiði, Fljótsheiði.

Hvað eru utanbrautargönguskíði?

Það eru gönguskíði sem eru breiðari en venjuleg brautarskíði og með stálköntum.

Lágmarksfjöldi er 12 manns.

Skráningu lýkur 13. febrúar.

Verð: 23.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 28.000 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka. Félagar þurfa að hafa greitt félagsgjald 2026, gerð verður bankakrafa fyrir því um leið og námskeiðsgjaldinu.

Fararstjórar áskilja sér rétt til að breyta dagsetningum ef veðurspá er óhagstæð eða af öðrum ástæðum sem ekki ræðst við.

Nauðsynlegur útbúnaður:
Utanbrautargönguskíði, skór og stafir
Ennisljós, helst 300 lúm eða meira
Þægilegur fatnaður til að ganga í
Lítill bakpoki fyrir nesti og aukaföt
Skafa fyrir skíðin

Umsjónarmenn eru  Anna Sigrún Rafnsdóttir annasr45@gmail.com eða í síma 848-1090 og Bryndís Inda Stefánsdóttir bryndisinda@gmail.com eða í síma 846-6952. Þær veita nánari upplýsingar ef óskað er. Formaður FFA veitir einnig upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692-6904.

Mikilvægt

 

Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.

Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.

Hagstætt er að gerast félagi í FFA. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum auk afsláttar í ferðir, verkefni og gistingu í skálum hjá FFA og FÍ, sjá nánar: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið sjá ffa.is: Félagsaðild