Skráning í Ferðafélag Akureyrar

 Velkomin í Ferðafélag Akureyrar

GERAST FÉLAGI

Árgjald FFA fyrir 2024 er 9.400 kr. Rafræn félagsskírteini voru tekin upp 2021 í samstarfi við FÍ. Hægt er að nálgast upplýsingar um það á síðu FÍ, hér

Félagar í FFA hafa öll sömu réttindi og í FÍ s.s. afsláttarkjör, sama skírteini gildir. Um að gera að gerast félagi á sínum heimaslóðum.

Ferðafélag Akureyrar er áhugamannafélag sem vill stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum Norðurland. Ekki þarf að hafa neina sérstaka reynslu af ferðalögum til að gerast félagi í FFA. Sömu skilmálar eru að félagsaðild og hjá FÍ, sjá hér. Hægt er að ganga úr félaginu hvenær sem er með því að senda tölvupóst á ffa@ffa.is. 

Félagar í FFA voru 677 þann 31. desember 2023 og hefur fjölgað talsvert síðustu fimm árin. Markmiðið er að fjölga félögum enn frekar og vekja athygli á frábæru starfi FFA.

  • Vegleg árbók Ferðafélags Íslands.
  • Ferðir, ársrit FFA sem gefið hefur verið út síðan 1940.
  • Afsláttur af ferðum og hreyfiverkefnum á vegum FFA.
  • Veglegur afsláttur af gistingu í skálum FFA og á tjaldstæðum við skála félagsins (sjá gjaldskrá).
  • Félagsverð á gistingu í skálum FÍ og öðrum deildum þess en þeir eru 40 talsins víða um land.
  • Félagsaðild gildir einnig fyrir maka og börn að 18 ára aldri.
  • Skemmtilegur félagsskapur með fólki sem hefur gaman af ferðalögum.
  • Félagsréttindi í norsku, sænsku og finnsku ferðafélögunum.

Jafnframt eru í boði afslættir í nokkrum fyrirtækjum á Akureyri og víðar.

Munið að hafa félagsskírteinið með!

  • Fyrirtæki á Akureyri sem veita afslátt:
    Skíðaþjónustan
    Sportver
    Ullarkistan
    Útivist og veiði
    66° Norður
  • Önnur fyrirtæki sem veita félagsmönnum í FÍ og deildum þess afslátt:
    Apótek Suðurlands, Selfossi
    Bakarameistarinn
    Bónstöðin hjá Jobba
    Breiðholtsblóm
    Cintamani
    Efstaleitis apótek
    Everest
    Fjallakofinn
    Flexor
    GG Sport
    Greenfit
    Icepharma
    Íslensku Alparnir
    Kynnisferðir
    Sportís
    Sæferðir, Stykkishólmi
    Trex
    Ullarkistan
    Útilíf
    Veiðivon
    66° Norður

Nánari upplýsingar um afsláttarkjör er að finna á heimasíðu FÍ

Gerast félagi