Velkomin í Ferðafélag Akureyrar
Árgjald FFA fyrir 2024 er 9.400 kr. Rafræn félagsskírteini voru tekin upp 2021 í samstarfi við FÍ. Hægt er að nálgast upplýsingar um það á síðu FÍ, hér
Félagar í FFA hafa öll sömu réttindi og í FÍ s.s. afsláttarkjör, sama skírteini gildir. Um að gera að gerast félagi á sínum heimaslóðum.
Ferðafélag Akureyrar er áhugamannafélag sem vill stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum Norðurland. Ekki þarf að hafa neina sérstaka reynslu af ferðalögum til að gerast félagi í FFA. Sömu skilmálar eru að félagsaðild og hjá FÍ, sjá hér. Hægt er að ganga úr félaginu hvenær sem er með því að senda tölvupóst á ffa@ffa.is.
Fjölskyldufélagar (makar/sambýlisfólk) geta valið að greiða hálft árgjald (5000 kr. 2024) og fá félagsskírteini og njóta allra fríðinda sem það veitir auk tímaritsins Ferða. Þeir eru þá skráðir í félagið og hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins. Árbók FÍ er ekki innifalin í því gjaldi.
Félagar í FFA voru 677 þann 31. desember 2023 og hefur fjölgað talsvert síðustu fimm árin. Markmiðið er að fjölga félögum enn frekar og vekja athygli á frábæru starfi FFA.
Jafnframt eru í boði afslættir í nokkrum fyrirtækjum á Akureyri og víðar.
Munið að hafa félagsskírteinið með!
Nánari upplýsingar um afsláttarkjör er að finna á heimasíðu FÍ