Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar 2019

Ferðafélag Akureyrar áskilur sér rétt til að leiðrétta villur, hætta við, fresta ferð eða breyta áætlun vegna veðurs eða annarra utanaðkomandi aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka. Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu fyrir ferðir. Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig.

Veldu mánuð: Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

 

Janúar

1. janúar. Nýársganga skor  Myndir 2019

Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Þátttaka ókeypis og allir velkomnir út í óvissuna til að fagna nýju ári.

19. janúar.  Hálsaskógur - Létt fjölskylduferð á skíðum skidiskidi  Myndir 2019

Brottför klukkan 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: Frítt.  Innfalið: Fararstjórn.
Létt og þægileg skíðaganga fyrir alla sem ekki langar í bröttu brekkurnar. 
Hálsaskógur er fallegur skógur rétt norðan við Akureyri á leiðinni út á Gáseyri.

31. janúar.  Ferðakynning

Ferðakynning Ferðafélags Akureyrar verður haldin þann 31. janúar klukkan 20.00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Aðgangur ókeypis.

 

Febrúar

16-17. febrúar. Þorraferð í Fjallaborg á Mývatnsöræfum  skidi skidi    Myndir 

Brottför klukkan 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Farstjóri: Ingvar Teitsson. 
Verð: 12.000/8.000.
Ekið austur fyrir Námaskarð og gengið suður frá hringveginum, um 9 km veg í skálann Fjallaborg, sunnan undir Stórurauðku. Þar verður snæddur þjóðlegur þorramatur í friðsæld öræfanna. Haldið heim á leið næsta dag. Gönguhækkun lítil.

 

Mars

2. mars.  Vaðlaheiði – skíðaferð skidi skidi     Myndir

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri:Frímann Guðmundsson.
Verð: 3.500/2.000. 
Af Vaðlaheiði er fagurt útsýni yfir Akureyri og Eyjafjörð. Svæðið er líka frábært til skíðagöngu og almennar útivistar.
Ferð við allra hæfi.

16. mars.  Bakrangi í Út-Kinn skor skor skor

Brottför kl 8 á einkabílum frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23.  
Fararstjóri: Una Þ. Sigurðardóttir.
Verð: 3.500/2.000.Innifalið: Fararstjórn.
Ekið sem leið liggur að Björgum í Út-Kinn og gengið þaðan á fjallið. 
Mikið útsýni yfir Skjálfandaflóa og Aðaldal.
Vegalengd: 8-10 km, mesta hæð 717 m.  

30. mars.  Stöng – Þverá.  Skíðaferð skidi skidi       

Brottför klukkan 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 3.500/2.000.
Dagsferð, norður frá afleggjaranum í Stöng á Mývatnsheiði, austan Másvatns, norður um Skollhólamýri og að Þverá í Laxárdal. Rifjuð upp sagan þegar tvær vinnukonur frá Þverá urðu úti við Skollhóla. Komið í Þverá í Laxárdal.
Vegalengd: 17 km, létt leið.

 

Apríl

6. apríl. Mosi Skíðagönguferð.  skidi skidi skidi 

Brottför klukkan 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Kristján Hjartarson. 
Verð: Frítt. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið til Dalvíkur og skíðað fram Böggvisstaðadal í skálann Mosa.
Greiða þarf aðstöðugjald 500 kr. í Mosa.
Vegalengd 18 km.  

 

Maí

1. maí. Súlur. 1143 m. Göngu- eða skíðaferð  skidi skidi skidi  skor  skor  skor Myndir 2013

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Leo Broers. Verð: Frítt.
Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Göngubúnaður miðast við færi og aðstæður.
Vegalengd 6,5 km hvor leið. Gönguhækkun 880 m.

4. maí.  Hnjótafjall – Helja. Skíðaferð í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla skidi skidi skidi

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Kristján Hjartarson.
Verð: Frítt. Innifalið: Fararstjórn. agt upp frá bílaplani innan við Atlastaði í Svarfaðardal. Gengið fram Neðri-Hnjóta að Heljabrekkunni uns komið er að Stóruvörðu efst á Heljardalsheiði. Gengið framhjá fjallinu Deili, fyrir botn Unadals eftir Hákömbunum.  Gengið niður Skallárdal að Atlastöðum.
Hækkun 880 m. Göngulengd 19 km. 

11. maí.  Fuglaskoðunarferð skor  Myndir 2012

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. 
Árleg fuglaskoðunarferð FFA. Fararstjórar velja þá staði sem vænlegastir eru til fuglaskoðunar á þessum tíma.

11-12. maí.  Vorferð í Botna  skor  skor  Myndir 2008

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 9.500/6.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið í Svartárkot, gengið í Botna og gist í skála FFA í Suðurárbotnum. 

18. maí.  Tungnafjall í Eyjafirði, 1140 m.   skorskorskor

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið inn að Munkaþverá að Rifkelsstaðarétt. Eftir að fossinn sem fellur í Mjaðmá hefur verið skoðaður er gengið upp með Efri-Þverá, síðan upp hrygg Tungnafjalls og hnjúkana hvern af öðrum á toppinn.
Vegalengd 10 km. Hækkun 900 m.

25. maí.  Óvissuferð. Hjóla- og gönguferð skor skor Myndir

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Stefán Sigurðsson og Ingimar Árnason.
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.  

 

Júní

1. júní.   Hrísey – saga – náttúra – menning skor 

Brottför kl. 8:30 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Sigling með ferju er ekki innifalin í verði.
Ekið að Árskógssandi og siglt með ferjunni til Hríseyjar. Gengið verður um eyna í fylgd staðarleiðsögumanns, Þorsteins Þorsteinssonar, sem segir okkur af byggð og náttúru eyjunnar. Verð: 3.500/2.000.

8. júní. Þengilhöfði við Grenivík skor  Myndir 

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.
Ekið verður á einkabílum til Grenivíkur þar sem gangan hefst. Gengið verður eftir götuslóðum kringum höfðann.
Vegalengd um 8-10 km.

15. júní.  Egilsár- og Bólugil skor skor   Myndir

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson.
Verð: 3.500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.
Egilsárgil er mikið gil í Norðurárdal í Skagafirði.  Í gilinu má lesa áhugaverða jarðfræðisögu. Í Bólugili er sagt að skessan Bóla hafi haldið sig í tilkomumiklu gljúfrinu og þar er sérkennileg og falleg friðýst fossaröð.

18.-22. júní.  Gönguvika: 

18. júní.  Leyningshólar skor

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Gunnar Jónsson. Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið verður upp á hólabrúnina í mynni Villingadals og gengið þaðan eftir vegi og stígum um hólana.

19. júní.  Vaglaskógur skor

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið í verði er fararstjórn.
Gengið um stærsta skóg norðan heiða.


20. júní.  Sumarsólstöður á Múlakollu. 970 m. skor skor skor   Myndir

Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Fararstjórar: Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum og upp dalinn norðan Brimnesár.
Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun 930 m. 

21. júní.  Kristnesskógur skor

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri:Ingvar Þóroddsson.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið um skóginn og fjallað um sögu staðarins.

22. júní.  Jónsmessuferð á Haus í Staðarbyggðarfjalli. 560 m.  skor skor  Myndir

Brottför kl. 22 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Farastjóri: Roar Kvam.
Verð: 1.500/1.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá sumarhúsinu Seli upp brekkurnar og að vörðunni nyrst á Hausnum.Útsýni þaðan er mikið og fagurt yfir héraðið.

29. júní.  Illagilsfjall. 1126 m.  skor skor skor   Myndir

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Grétar Grímsson. Verð: 3.5000/2000.  Innifalið: Fararstjórn.
Ekið á einkabílum að Fornhaga þar sem gangan hefst. Gengið meðfram árgilinu. Vaða þarf yfir Lambá áður en haldið er á Illagilsfjall. Tilbaka er farið um Kytru og heim að Fornhaga.
Gönguhækkun 1106 m.

 

Júlí

6. júlí.  Hólafjall í Öxnadal skor skorskor

Brottför kl 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Árni Gíslason.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Hólum í Öxnadal þar sem gangan hefst og endar. Gengið upp á norður- enda Hólafjalls og haldið fram fjallið. Á bakaleiðinni er gengið undir klettum neðan við fjallsbrún. Hólafjall er hluti af Öxnadalseldstöðinni.
Mesta hæð 922 m.                                                                                                                                                                                                               

13. júlí.  Kerling – Sjö tinda ferð. 1538 m skor skor skor skor Myndir

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjórar: Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson.  
Verð: 5.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn og rúta fram að Finnastöðum.
Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði. Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið. Gengið norður eftir tindunum Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu (1213 m) og Ytri-Súlu (1144 m). Gengið niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar.
Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun 1440 m.

20. júlí.  Böggvistaðadalur – Grímubrekkur - Böggvistaðadalur skor skor skor   Myndir

Brottför kl 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.  
Fararstjóri: Una Þ. Sigurðardóttir. Verð: 3.500/2.000.
Innifalið: Fararstjórn.
Ekið til Dalvíkur og gengið þaðan fram Böggvistaðadal og upp í Heiðarskarð á Reykjaheiði. Þaðan eru  gengnar fjallsbrúnir að Grímubrekkum og haldið niður Grímudal í Böggvistaðadal. Afar falleg fjallsýn.
Vegalengd 19-20 km, mesta hæð 1000m.

27. júlí.  Hörgárdalsheiði skor skor skor   

Brottför kl 8  með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Una Þ. Sigurðardóttir.
Verð:8.000/6.500.   Innifalið: Fararstjórn.
Ekið um Öxnadalsheiði að gömlu brúnni yfir Norðurá við Heiðarsporð.  Gengið þaðan fram Norðurádal upp á Hörgárdalsheiði og niður með Hörgá að  Staðarbakka í Hörgárdal þar sem göngufólk verður sótt. Heiðin var löngum aðalleiðin milli Norðurárdals og Hörgárdals og talin vera mun fjölfarnari en Öxnadalsheiði.
Vegalengd um 25 km, mesta hæð 450 m. 

27. - 30. júlí  Bræðrafell – Askja skor skor skor   Myndir

Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum)frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: 35.000/23.000.   Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Bílar þátttakenda verða ferjaðir af landvörðum frá Herðubreiðarlindum upp í Dreka.
1.d. Ekið í Herðubreiðarlindir og eftir kaffihressingu er gengið um  fremur greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar, 17 km.
2.d. Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála.
3.d. Gengið frá Bæðrafelli í Drekagil, 17 km. Gist í Dreka.
4.d. Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka í Dreka þar sem bílarnir bíða. Ekið heim um kvöldið.

 

Ágúst

3. ágúst.  Laxárdalsheiði – fjallagrasaferð skor

Brottför kl. 9  á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð 3.500/2.000.
Dagsferð á Laxárdalsheiði í S.-Þing. Ekið í Brún í Reykjadal.Gengið þaðan norðaustur á heiðina, um 2 km, að góðu fjallagrasalandi. Þar tínum við fjallagrös í einhverja klukkutíma og höldum svo til baka í bílana.

10. ágúst.  Blámannshattur skor skor skorskor  Myndir

Brottför klukkan 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Leo Broers.
Verð: 3,500/2.000.  Innifalið: Fararstjórn.
Ekið að Skarði í Dalsmynni, gengið á á eitt hæsta fjall svæðisins.  Blámannshattur er 1166 m. hár. Mikið útsýni yfir Fnjóskadal, fjöll á Mývatnsöræfum, Eyjafjörð og yfir í Fjörður.
Alls 13 km.   

17. ágúst.  Vatnahjalli – Urðarvötn skor skor skor  

Brottför kl 8  á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Una Þ. Sigurðardóttir.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið fram fyrir Hólsgerði í Eyjafirði inn að Hafrá. Gengið er eftir slóð upp á Vatnahjalla og fram með Urðarvötnum. Um Vatnahjalla lá ysti hluti Eyfirðingavegs sem forðum var vel þekkt leið milli landshluta. Á þessari leið má sjá fornar vörður svo sem vörðuna Sankti Pétur.
Mesta hæð 900 m.

24. ágúst.  Forvöð - Hallhöfðaskógur Öxarfirði skorskor   Myndir

Brottför kl. 8  á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri:Ingvar Teitsson.
Verð 3.500/2.000.
Gengið um mikilfengleg Jökulsárgljúfur að austan. Skoðað Vígabjarg, Grettisbæli, Réttarfoss, fallega bergganga sem minna á Hljóðakletta, Kallbjörg, Hallhöfðaskóg og prýði svæðisins Hallhöfða, næstum ókleifan stuðlabergshöfða.
Göngulengd um 16 km, hækkun 50-100m.

31. ágúst.  Siglunes  - sigling og gönguferð skorskorskor   Myndir