Fararstjórar

Til baka

Sunna Björk Ragnarsdóttir

Fararstjóri

Sunna Björk ólst upp á sauðfjárbúi í Þistilfirði, flutti suður til náms en er að fikra sig nær æskustöðvunum og býr nú á Akureyri. Sunna er líffræðingur að mennt og starfar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Útivist og útivera hefur alla tíð verið ómissandi partur af lífinu, frá því að smala hrútum á stígvélunum yfir í fjallgöngur, hlaup og gönguskíði. Sunna hefur brennandi áhuga á náttúrunni, sérstaklega fuglalífi og fjörum landsins og er þeirrar skoðunar að allt sé betra sem hægt er að gera úti.

Hún er tveggja barna móðir og fara börnin með í styttri gönguferðir og á gönguskíði þar sem lykilinn að vellukkaðri ferð er gott nesti, sögustund og miðdegislúr.

Sunna byrjaði að starfa með barna- og fjölskyldunefnd FFA 2022 og er fararstjóri í barna- og fjölskylduferðum félagsins.