20250101 Nýársganga - út í óvissuna
- 9 stk.
- 08.03.2025
Árleg ferð á nýársdag var óvenju vel sótt að þessu sinni. Fararstjóri var að venju Grétar Grímsson og myndirnar tók Ingvar Teitsson.
Skoða myndirÁrleg ferð á nýársdag var óvenju vel sótt að þessu sinni. Fararstjóri var að venju Grétar Grímsson og myndirnar tók Ingvar Teitsson.
Skoða myndirÞetta er fyrsta skíðaferðin sem hægt hefur verið að bjóða upp á þennan veturinn. Þóroddur Þóroddsson tók sig til og bauð fólki með sér í ferð, Stórihnjúkur-Hrappsstaðaskálar. Það voru aðeins tvær konur sem þáðu þetta höfðinglega boð. Hópurinn fékk frábært veður en færið var misjafnt.
Skoða myndirTvær aðrar skíðaferðir voru farnar þennan veturinn. Skíðadalur með Kristjáni Eldjárn og Þeistareykir með Sigurgeiri Sigurðssyni.
Skoða myndirÞað var hress hópur sem lagði land undir fót í Skagafjörðinn að morgni 10. maí. Þau létu vafasamt veðurútlit ekki hindra sig í að rölta um Furðuströnd Jóns Ósmanns út að Hegranesvita. Létt og skemmtileg ganga og veðurguðirnir gengu í lið með hópnum, þurrt og nokkuð bjart meðan á göngunni stóð. Fararstjóri var Jónína Sveinbjörnsdóttir sem tók myndirnar.
Skoða myndirÞað er orðinn árlegur viðburður að hafa tvær fuglaskoðunarferðir hjá FFA. Annars vegar þar sem lögð er áhersla á að börnin skoði fuglana út frá sínum forsendum og hins vegar þeir fullorðnu. Barna- og fjölskylduferðin var að Kristnestjörn í Eyjafirði en ferðin sem ætluð er fullorðnu áhugafólki var víðar um Eyjafjörðinn. Báðir hópar fengu blíðskapar veður og fundu margar fulgategundir eins og venjulega. Fararstjórar voru að venju þeir Jón Magg og Sverrir. Myndirnar sem fylgja tóku Margrét K. Jónsdóttir og Fjóla K. Helgadóttir.
Skoða myndir13.-16. júlí 2025, Herðubreiðarlindir-Bræðrafell-Askja. Hópurinn fékk mjög gott veður allan tímann og þetta var hin besta ferð í alla staði. Fararstjóri var Selma S. Malmquist en myndirnar sem fylgja tók Þórkatla Sveinsdóttir þátttakandi í ferðinni.
Skoða myndirHér koma myndir frá ferðinni um Kambskarð laugardaginn 19. júlí 2025. Greinilega krefjandi ferð, talsvert sem þurfti að vaða; en fallegt er það. Ásdís Skúladóttir og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir leiddu hópinn yfir skarðið með öruggri fararstjórn. Byrjuðu í þoku en gengu síðan upp úr henni. Kristín M. Jóhannsdóttir tók myndirnar sem fylgja. Tvær teknar af instgram frá Ásdísi Skúladóttur.
Skoða myndirSunnudagur 20. júlí 2025. Fjallahjólaferð á rafhjólum, Þeistareykir. Fjölmenn ferð með þeim Stefáni Sigurðssyni og Jóni M. Ragnarssyni sem leiddu hópinn. Myndirnar sem fylgja tók Jón fararstjóri.
Skoða myndirLaugardaginn 26. júlí2025 var farin vel heppnuð ferð um Villingadal og Svarfdal í Eyjafirði með Gunnari Jónssyni frá Villingadal. Myndirnar segja sína sögu en þær tók Rúnar Sigþórsson.
Skoða myndirÁrleg ferð um Öskjuveginn var farin 27. - 30. júlí. Fararstjóri var Kristín Irene Valdemarsdóttir og trússari var Jón Marinó Sævarsson. Hópurinn fékk fínasta veður og ekki annað að sjá á myndunum sem fylgja en að þetta hafi verið hin fínasta ferð. Myndirnar tók Kristín Irene.
Skoða myndirÆvintýraleg ferð og ekki síður skemmtileg var farin inn á Glerárdal helgina 9. - 10. ágúst. Vaskur hópur lagði af stað Finnastaðadalinn á laugardeginum og í Lamba, skála FFA og átti þar góða stund saman við góðan kost og kvöldvöku. Daginn eftir óðu þau ána og ætluðu að heimsækja Tröllin á Glerárdal... fóru að Tröllaspegli en Tröllin létu ekki sjá sig fyrir þoku. Því var haldið til byggða og þessi hópur sér fram á að fara aftur síðar til að heimsækja Tröllin. Fararstjórar voru þær Ásdís, Birna og Sirrý. Ásdís og Birna tóku myndirnar sem fylgja.
Skoða myndirÞað tókst að fara þessa ferð, Siglufjörður-Siglufjarðarskarð. Mjög góð þátttka um 30 manns og í hópnum var einn 11 ára sem fór þetta með stæl. Jón Marinó Ragnarsson og Stefán Sigurðsson voru fararstjórar. Jón tók myndirnar sem fylgja.
Skoða myndirÖnnur ferðin sem farin var 23. ágúst var á Barðshyrnu í Fljótum, með Unu Þóreyju Sigurðardóttur. Þetta var tveggja skóa ferð, svolítið krefanjdi þó en allt gekk vel og upp fór fólk og niður aftur. Ekki er annað að sjá en að þetta hafi verið fínasta ferð. Kristín Margrét Jóhannsdóttir þátttakandi í ferðinni gaf okkur leyfi til að deila myndunum af síðunni sinni.
Skoða myndir