- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Þaulinn 2025
- Skálar
- Myndir
Hreyfiverkefnið Núvitund í náttúrunni verður haldið aftur haustið 2025
Farið verður í léttar gönguferðir þar sem þátttakendur eru leiddir í gegnum núvitundaræfingar úti í náttúrunni. Áhersla er lögð á að hægja á sér, taka eftir umhverfinu og upplifa augnablikið með öllum skilningarvitum.
Hughrifin af náttúrunni eru efld með því að beina sjónum að landslagi og umhverfi, hlusta á hljóðin í náttúrunni, finna lykt í loftinu, bragð í munni og snertingu við jörðina. Þátttakendur læra einnig einfaldar núvitundaraðferðir, svo sem meðvitaða öndun og skynjunaræfingar, sem hjálpa þeim að tengjast náttúrunni á dýpri og meðvitaðri hátt.
Á miðvikudögum er lagt af stað kl. 17:00 (2-3klst.) og um helgar kl. 10:00 (5-7 klst.)
Rannsóknir sýna fram á heilnæmi þessarar aðferðar fyrir heilsu og líðan fólks, hún getur m.a. dregið úr streitu og einkennum kvíða og þunglyndis.
Umsjón með verkefninu hefur Þuríður Helga Kristjánsdóttir og með henni verða mismunandi aðilar aðrir með henni. Vel verður haldið utan um hópinn með öruggri fararstjórn, facebókarsíðu og upplýsingagjöf.
Verð: 18.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 22.000 kr. Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka.
Nánari upplýsingar veitir: Þuríður Helga Kristjánsdóttir; sími 832-3339 eða netfang thuridurhk@gmail.com.
Einnig veitir formaður FFA upplýsingar á netfanginu formadur@ffa.is eða í síma 692-6904.
Skráningu lýkur 22. ágúst 2025.
Mikilvægt:
Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.
Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.
Hagstætt er að gerast félagi í FFA. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum auk afsláttar í ferðir, verkefni og gistingu í skálum hjá FFA og FÍ, sjá nánar: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið.