Þuríður Helga Kristjánsdóttir

Þuríður Helga KristjánsdóttirÞuríður Helga Kristjánsdóttir ólst upp á Akureyri og að hluta í Noregi. Áhugi hennar á náttúrunni hefur fylgt henni frá blautu barnsbeini. Hún hefur gaman af allskyns útivist og eru gönguferðir sem taka nokkra daga í sérstöku uppáhaldi. Þuríður hefur tekið virkan þátt í hreyfihópum FFA sem henni finnst hvetjandi leið til að öðlast styrk og þrek í umgengni við skemmtilegt fólk. Þuríður kallar sig náttúrubarn en úti í náttúrunni finnur hún friðsæld og fögnuð ásamt jarðtengingu sem færir henni dýpri skilning á tilveruna.

Þuríður starfar í félaga- og kynningarnefnd FFA.

Þuríður byrjaði sem fararstjóri hjá FFA árið 2021. 

Þegar þessi orð eru skrifuð eru Lónsöræfi í miklu uppáhaldi hjá Þuríði, en eftir ferð þangað 2020 segir Þuríður að ægifeguð og magnþrungið landslag öræfanna hafi haft djúpstæð áhrif á sig.