- 10 stk.
- 24.09.2025
Tíu manns fóru með Halldóru B. Skúladóttur á heimaslóðir hennar í LJósavatnsskarði. Gengið var upp móa og mela og grónar brekkur upp í Nónskál og upp á Kambinn. Þaðan var gengið upp á Stóradalsfjall (809 m). Á niðurleið var farið niður Fjallshóla að Níphólstjörn, Ljósavatni og að Stórutjörnum aftur. Á þessari leið er fallegt útsýni yfir sveitina, Ljósavatnsskarð og Ljósavatn. Myndinrar tók Halldóra fararstjóri.