- 12 stk.
- 13.08.2025
Það er orðinn árlegur viðburður að hafa tvær fuglaskoðunarferðir hjá FFA. Annars vegar þar sem lögð er áhersla á að börnin skoði fuglana út frá sínum forsendum og hins vegar þeir fullorðnu. Barna- og fjölskylduferðin var að Kristnestjörn í Eyjafirði en ferðin sem ætluð er fullorðnu áhugafólki var víðar um Eyjafjörðinn. Báðir hópar fengu blíðskapar veður og fundu margar fulgategundir eins og venjulega. Fararstjórar voru að venju þeir Jón Magg og Sverrir. Myndirnar sem fylgja tóku Margrét K. Jónsdóttir og Fjóla K. Helgadóttir.