- 7 stk.
- 13.08.2025
Það var hress hópur sem lagði land undir fót í Skagafjörðinn að morgni 10. maí. Þau létu vafasamt veðurútlit ekki hindra sig í að rölta um Furðuströnd Jóns Ósmanns út að Hegranesvita. Létt og skemmtileg ganga og veðurguðirnir gengu í lið með hópnum, þurrt og nokkuð bjart meðan á göngunni stóð. Fararstjóri var Jónína Sveinbjörnsdóttir sem tók myndirnar.