- 24 stk.
- 13.08.2025
Ævintýraleg ferð og ekki síður skemmtileg var farin inn á Glerárdal helgina 9. - 10. ágúst. Vaskur hópur lagði af stað Finnastaðadalinn á laugardeginum og í Lamba, skála FFA og átti þar góða stund saman við góðan kost og kvöldvöku. Daginn eftir óðu þau ána og ætluðu að heimsækja Tröllin á Glerárdal... fóru að Tröllaspegli en Tröllin létu ekki sjá sig fyrir þoku. Því var haldið til byggða og þessi hópur sér fram á að fara aftur síðar til að heimsækja Tröllin. Fararstjórar voru þær Ásdís, Birna og Sirrý. Ásdís og Birna tóku myndirnar sem fylgja.