Fararstjórar

Til baka

Kristján Eldjárn Hjartarson

Fararstjóri

Kristján er alinn upp af þeim Hirti Eldjárn og Sigríði Hafstað á Tjörn í Svarfaðardal sem notuðu hvert tækifæri sem gafst til að ganga á fjöll og kanna gönguleiðir. Þau voru landkönnuðir og við þau skilyrði ólst Kristján upp og smitaðist af hinni skæðu útivistar- og fjallabakteríu. Hann er þakklátur foreldrum sínum fyrir að hafa dregið sig á fjöll sem barn.

Kristján hefur verið fjallaleiðsögumaður á hverju sumri frá árinu 1996 og leiðsagt hundruðum göngufólks um svarfdælsk fjöll og firnindi, og miðlað þeim af þekkingu sinni um sögu dalsins, náttúru hans og örnefni, flóru og fánu.

Kristján er búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal og húsasmíðameistari frá Iðnskólanum á Akureyri. Hann útskrifaðist árið 2006 sem byggingafræðingur frá Vitus Bering, Danmark, Center for Videregoinde Uddannelse, og er sjálfstætt starfandi sem slíkur. Kristján hefur tekið virkan þátt í menningar- og félagsstarfi í sinni heimasveit. Hann var formaður Bandalags Íslenskra Leikfélaga um skeið og söng bassann í Tjarnarkvartettinum í þau 14 ár sem kvartettinn starfaði.

Ómissandi í bakpokann: Ný lifrarpylsa.

Uppáhalds leiksvæði: Tröllaskaginn utanverður.