Fararstjórar

Til baka

Elfa Björk Jóhannsdóttir

Fararstjóri

Elfa Björk er fædd og uppalin í Hrísey; perlu Eyjafjarðar. Þegar hún fluttist til Akureyrar árið 2000 byrjaði hún að ganga á fjöll með góðum konum og er búin að þvælast mikið á fjöllum síðan. Hún fór m.a. Látrastrandatindana.

Síðastliðin ár hefur hún þó haldið sig meira á láglendi Spánar og Portúgals og kannað pílagrímaslóðir á þeim slóðum.

Elfa Björk er þroskaþjálfi og kennari að mennt og starfar í dag sem sérkennari í sérdeild fyrir einhverfa í Síðuskóla.

Elfa hefur farið ófáar ferðir með FFA í gegnum árin og haft gaman af. Sumarið 2024 ætlar hún að reyna fyrir sér sem fararstjóri ásamt Jónínu Sveinbjörnsdóttur en þær ætla að fara í Helgarferð á Herðubreið í ágúst.