Barna- og fjölskylduferðir FFA 2024

Árið 2021 byrjaði Ferðafélag Akureyrar með skipulagðar barna- og fjölskylduferðir og tókst vel. Á ferðaáætlun 2024 eru sjö ferðir þar af tvær þar sem gist verður. Ferðirnar eru sniðnar að þörfum barna og farnar á þeirra forsendum. Gengið er út frá að börnin séu í fylgd með foreldrum eða öðrum forsjáraðilum.

Ferðatími sem gefinn er upp er aðeins viðmið, tíminn fer alltaf eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Allir eru velkomnir í barna- og fjölskylduferðir FFA árið 2024 og ekkert þátttökugjald nema í ferðum þar sem gist er. Þátttakendur þurfa að skrá sig og börnin í ferðirnar. Skráningarhnappur er við hverja ferð og við viðburði fyrir ferðina.

Stutt myndakynning 2022

Að ferðast með börnum - fróðleikur 
Góð ráð fyrir foreldra - fróðleikur

Ferðir 2024

Mikilvægt er að skrá alla sem ætla í ferð.


22. maí, miðvikudagur: Fuglaskoðunarferð
Myndir úr fuglaskoðunarferð barnanna 2021

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen
Fuglaskoðunarferð barnanna hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en í henni gefst börnum tækifæri til að kíkja á og fræðast um hinar ýmsu fuglategundir undir skemmtilegri leiðsögn Jóns og Sverris sem eru miklir áhugamenn um fugla. Gott er að taka með sér sjónauka og skriffæri því það getur verið gaman að skrá niður þær fuglategundir sem maður sér.
Þátttaka ókeypis.

SKRÁNING


3. júní, mánudagur: Heimsins stærsta fjársjóðsleit (Geochacing)

Mæting kl. 17 við Kjarnakot í Kjarnaskógi.
Fararstjórn: Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sunna Björk Ragnarsdóttir
Fótgangandi fjarsjóðsleit þar sem farið er eftir hnitum til að finna fjársjóði sem aðrir hafa falið í skóginum. Gott að vera búin að sækja Geocaching appið. Þeir sem vilja geta tekið með sér ,,smáfjársjóði” (t.d. legókalla eða annað smádót) og skipt þeim út fyrir nýja í fjársjóðskistunum.
Þátttaka ókeypis. 

SKRÁNING


13. júní, miðvikudagur: Kvöldferð á Þengilhöfða

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Ekið út á Grenivík og gengið upp á Þengilhöfða sem er u.þ.b. 260 m hár en þaðan er skemmtilegt útsýni yfir Eyjafjörð. Stutt og þægileg ganga.
Þátttaka ókeypis.

SKRÁNING


29. júní, laugardagur: Hólmatungur - Vesturdalur

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sunna Björk Ragnarsdóttir
Ekið er frá Akureyri sem leið liggur austur í Hólmatungur. Þar sem gengið er í ævintýralegu landslagi í nálægð við Jökulsá á Fjöllum. Á leiðinni þarf að vaða Stallá. Hún er grunn en köld svo það er bara hressandi. Þegar í Vesturdal er komið verður slegið upp grillveislu þar sem hver og einn kemur með sinn mat á grillið.
Þeir sem vilja geta gist á eigin vegum á tjaldsvæðinu í Vesturdal og er þá upplagt að ganga daginn eftir frá Vesturdal niður í Ásbyrgi.
Vegalengd um 8 km.
Þátttaka ókeypis.

SKRÁNING


16. - 17. ágúst, föstudagur og laugardagur: Skíðadalur 

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Ekið á einkabílum vestur í Skíðadal að bænum Kóngsstöðum. Þaðan er gengið inn í Stekkjarhús þar sem verður gist, sú ganga er um 3 km. Um kvöldið er sameiginlegt grill. Daginn eftir verða leikir og létt gönguferð um svæðið og ekið heim seinni part dags.
Verð: 9.500/13.000 fyrir fullorðna, frítt fyrir börn. Innifalið: Gisting í eina nótt fyrir einn fullorðinn og börn og fararstjórn.

SKRÁNING


22. ágúst, fimmtudagur: Fjöruferð í Veigastaðabás

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir og Sunna Björk Ragnarsdóttir
Ekið framhjá Skógarböðunum í norðurátt að litlu plani vestan vegar. Gengið eftir stíg niður í fjöruna, þar sem margt skemmtilegt er að sjá og skoða. Munið að vera í stígvélum eða góðum skóm til fjörugöngu.
Þátttaka ókeypis.

SKRÁNING


4. september, miðvikudagur: Hrossadalur, haustferð

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Ekið er upp á Víkurskarð og gengið þaðan að gamalli rétt í Hrossadal. Tilvalið að njóta fallegra haustlita og jafnvel að sulla í læk.
Þátttaka ókeypis.

SKRÁNING