Fararstjórar

Til baka

Hulda Jónsdóttir

Fararstjóri

Hulda er alin upp í Bárðardal. Hún hefur lengi haft áhuga á að ferðast utan alfaraleiða en byrjaði að stunda fjallgöngur árið 2020. Hún kann vel við að dýfa tánum í kalt vatn í göngum sínum og vill frekar njóta en þjóta.  

Hulda býr á Akureyri,  er með BA gráðu í nútímafræði, diplóma í ferðamálafræði og MS gráðu í alþjóðaviðskiptum. Hún hefur mikla þekkingu á ferðaþjónustu á Norðurlandi eftir að hafa starfað í nokkur ár í  Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri. 

Börnin sín tekur Hulda með í stuttar gönguferðir og telur nauðsynlegast að hafa með gott nesti, handklæði og aukaföt þar sem börnum hennar finnst mjög gaman að busla.  

Haustið 2021 byrjaði Hulda að starfa í nefnd um barna- og fjölskyldustarf hjá FFA og var ferðaáætlun um barna- og fjölskylduferðir fyrir árið 2022 fyrsta reynsla hennar af að starfa með félaginu og núna situr hún einnig í ferðanefnd félagsins. Hún er fararstjóri í barna- og fjölskylduferðum hjá FFA.