Fararstjórar

Til baka

Jónína Sveinbjörnsdóttir

Fararstjóri

Jónína er fædd og uppalin á Hauganesi á seinni hluta síðustu aldar en hefur lengst af búið á Akureyri. Hún er grunnskólakennari og leiðsögumaður. Á uppvaxtarárunum var snjór á veturna og sól á sumrin. Skíði voru samgöngutæki og fjaran var leikvöllur.

Áhugamálin eru mörg, þar má nefna prjónaskap, badminton, hlaup, skíði, útilegur, göngur og samveru með barnabörnum, vinum og fjölskyldu.

Hún segist aldrei hafa verið mikil íþróttamanneskja en eftir að hún komst til vits og ára hefur hún haft mikinn áhuga og þörf fyrir hreyfingu sér til ánægju og heilsubótar. Henni finnst mjög gaman að rölta um fjöll og firnindi jafnt sumar sem vetur og elskar að vera í einhvers konar útivist. Jónína hefur líka verið dugleg að ferðast um landið og síðustu ár hefur hún farið margar ferðir um hálendið og skoðað helstu náttúruperlur sem þar er að finna.

Jónína hefur verið félagi í FFA í mörg ár og ferðast með félaginu og starfar núna í nefndum innan félagins, Þorsteinsskálanefnd og ferðanefnd. Á ferðaáætlun FFA 2024 eru tvær ferðir sem hún verður fararstjóri í. Annars vegar Arnarstaðaskál í Eyjafirð þar sem hún fer ásamt Helgu Sigfúsdóttur og svo er það helgarferð á Herðubreið sem hún fer í ásamt Elfu Björk Jóhannsdóttur.