Góðviðrisgöngur með FFA í október 2025

 

Góðviðrisgöngur með FFA í október 2025

Ferðanefnd setti engar ferðir á ferðaáætlun 2025 í október og nóvember. Hugmyndin er að hafa sama fyrirkomulag og í fyrra.

Sumarið 2025 var veðrið með besta móti og við gerum að sjálfsögðu ráð fyrir að það verði þannig áfram í október, en líklega kaldara. Þess vegna erum við tilbúin með nokkrar göngur sem við getum valið á milli eftir besta veðrinu á hverjum stað hverju sinni. Ferðirnar eru fyrirhugaðar á laugardögum (sunnudagar til vara ef veðurútlit er betra þá) í október og jafnvel fram í nóvember ef vel tekst til og veður leyfir. Hér fyrir neðan eru sex ferðir sem eru fyrirhugaðar og verða ferðir valdar úr listanum eftir veðurútliti hverju sinni.

Ferðirnar kosta 1.000 kr. fyrir félagsmenn og 1.500 kr. fyrir aðra, nema kvöldferðin sem er frí. 
Börn undir 18 ára fá frítt

Sjá mat á erfiðleikastigi ferða Búnaðarlistar


Fararstjórar sem ætla að vera með í þessu verkefni eru:
Bernard Gerritsma, Bóthildur Sveinsdóttir, Helga Guðnadóttir, Hulda Jónsdóttir og Kristján Hreinsson.

Skráning: Það þarf að skrá sig i allar ferðirnar. og hægt að skrá sig í allar ferðirnar eða bara eina.
Ef þið skráið ykkur í  fleiri en eina ferð verðið þið látin vita í tölvupósti á fimmtudegi áður en ferðin verður farin.
Þá er mikilvægt að svara hvort þið ætlið að mæta eða ekki.

skráning Í FERÐ

Valið verður á milli þessara ferða í október 2025 eftir aðstæðum:

Fossdalur við Ólafsfjörð -

Brottför kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Helga Guðnadóttir
Gengið frá Ytri-Á á Kleifum í Ólafsfirði og út í Fossdal. Gengið um slóða og gróið land að mestu. 
Sama leið farin til baka.
Vegalengd ca. 10-12 km. Gönguhækkun ca. 100 m.
Verð: 1.000 / 1.500 kr.

Gott að hafa göngustafi og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna. Hugsanlega er einhver snjór á leiðinni eða ísing.
Í búnaðarlista FFA er fólki bent á að gott sé hafa létta brodda með í farangrinum, svokallaðir Esjubroddar duga í ferðir eins og þessa.

 

Hrossadalur í Vaðlaheiði  

Brottför kl. 9 á einkabílum frá skrisftofu FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíl ef vill.
Fararstjórn: Hulda Jónsdóttir
Ekið upp í Víkurskarð. Gengið fram Hrossadal suður af skarðinu og m.a. skoðaðar leifar af gamalli rétt. Síðan er haldið áfram að Þórisstaðaskarði og Lækjardal að upptökum Hamragils og aftur að Víkurskarði. Göngulandið er gróið, kjarr og nokkuð þýft.
Vegalengd alls 14 km. Gönguhækkun um 200 m.
Verð: 1.000 / 1.500 kr.

Gott að hafa göngustafi og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna.
Í búnaðarlista FFA er fólki bent á að gott sé hafa brodda með í farangrinum, svokallaðir Esjubroddar eiga að duga í ferðir eins og þessa.

 

Stórihnjúkur í Hlíðarfjalli

Brottför kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján Hreinsson
Gengið frá Skíðastöðum að hliði á girðingu. Þaðan er stefnt upp hlíðina og um bratta melhjalla og gengið upp á Stórahnjúk.
Göngulandið er gróið og melar en þó nokkur bratti (ATH).
Vegalengd 8 km. Gönguhækkun 440 m
Verð: 1.000/1.500. Innifalið: Fararstjórn.

Gott að hafa göngustafi og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna. Hugsanlega er einhver snjór á leiðinni eða ísing.
Í búnaðarlista FFA er fólki bent á að gott sé hafa létta brodda með í farangrinum, svokallaðir Esjubroddar duga í ferðir eins og þessa.

 

Staðartunguháls í Öxnadal   

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og/eða Bóthildur Sveinsdóttir
Ekið í Öxnadal og bílum lagt neðan við skógræktina við Staðartungu. Gengið upp hálsinn og í framhaldinu eftir fjallsegginni/hálsinum sem skilur að Hörgárdal og Öxnadal. Á leiðinni er falleg fjallasýn til beggja handa og ofan í dalina tvo. Gengið eftir hálsinum eins og hópurinn vill. Sama leið farin til baka.
Vegalengd: Það ræðst af því hve langt hópurinn vill fara inn eftir hálsinum.
Gönguhækkun um 500-600 m.
Verð: 1.000 / 1.500 kr.

Gott að hafa göngustafi og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna. Hugsanlega er einhver snjór á leiðinni eða ísing.
Í búnaðarlista FFA er fólki bent á að gott sé hafa brodda með í farangrinum, svokallaðir Esjubroddar duga í ferðir eins og þessa.

 

Þingmannahnjúkur - kvöldferð í miðri viku

Brottför kl. 18 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og/eða Bóthildur Sveinsdóttir
Ekið að Eyrarlandi, Þingmannavegurinn genginn þaðan upp í heiðina og upp á Þingmannahnjúkinn og áfram á Leifsstaðafell ef aðstæður leyfa.
Sama leið farin til baka.
Vegalengd samtals 8 km. Gönguhækkun 680 m.

Þátttaka ókeypis

Gott að taka með sér ennisljós því það verður hugsanlega farið að skyggja.
Gott að hafa göngustafi og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna. Hugsanlega er einhver snjór á leiðinni eða ísing.
Í búnaðarlista FFA er fólki bent á að gott sé hafa brodda með í farangrinum, svokallaðir Esjubroddar duga í ferðir eins og þessa.

 

Miðvíkurfjall 

Brottför kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23.
Fararastjórn: Bernard Gerritsma og/eða Bóthildur Sveinsdóttir
Miðvíkurfjall er 560 m hátt. Ekið er upp í Víkurskarð. Þaðan er gengið upp hlíðina meðfram læknum og stefnan tekin Hnjúkinn.
Fallegt útsýni er yfir Eyjafjörðinn vestanverðan og út til hafsins.
Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls um 4 km. Gönguhækkun er 320 m.
Verð: 1.000 / 1.500 kr.

Gott að hafa göngustafi og muna að klæða sig vel því nú er farið að kólna. Hugsanlega er einhver snjór á leiðinni eða ísing.
Í búnaðarlista FFA er fólki bent á að gott sé hafa brodda með í farangrinum, svokallaðir Esjubroddar duga í ferðir eins og þessa.