Fararstjórar

Til baka

Kristján Hreinsson

Fararstjóri

Kristján Hreinsson er alinn upp á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Hann sleit barnsskónum í sveitinni. Kristján er alvanur fjallgöngum en lengst af fór hann nú bara á fjöll til að elta sauðfé. Eftir að hann rakst á Önnu Sigrúnu á Hvannadalshnúk fyrir 12 árum hefur hann dregið úr því að elta sauðfé og fylgir henni frekar á fjöll. Hann hafði nú samt stundum á orði í þeirra fyrstu fjallgöngum að hann sæi ekki alveg tilganginn með að ganga á fjöll þegar engar væru kindurnar. En það þurfti ekki margar ferðir til að hann sæi tilganginn með fjallgöngunum. Kristján er viðskiptafræðingur og vinnur á Bókhalds-stofunni Grófargili. 

Kristján byrjaði sem fararstjóri hjá FFA 2020. Þá var hann með fyrsta hreyfihópinn „Komdu út“ ásamt konu sinni Önnur Sigrúnu Rafnsdóttur. 

Uppáhalds útivistarsvæði Kristjáns er Sölvadalur.