- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Þaulinn 2025
- Skálar
- Myndir
Haustverkefni FFA að þessu sinni er „Haustfjöll með Ásdísi og Sirrý“
13. september til 11. október 2025
Fyrirhugað er að fara fjórar lengri göngur (dagsgöngur), allar um helgar og lagt af stað kl. 9.
Verkefnið „Haustfjöll með Ásdísi og Sirrý“ er fyrir alla sem eru í góðu gönguformi eftir sumarið og miðast erfiðleikastig og gönguhraði ferða við a.m.k. þrjá skó.
Umsjón með verkefninu hafa Ásdís Skúladóttir og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir (Sirrý). Alltaf verða tveir fararstjórar. Vel verður haldið utan um hópinn með öruggri fararstjórn, facebókarsíðu og góðri upplýsingagjöf.
Lágmarksfjöldi er 12 manns.
Verð: 18.000 kr. fyrir félaga í FFA og FÍ. Makar félagsmanna greiða sömu upphæð. Fyrir utanfélagsmenn kostar námskeiðið 23.000 kr.
Greiða þarf þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka.
Skráningu lýkur 9. september 2025.
Mikilvægt:
Ekki er endurgreitt eftir að verkefni er hafið.
Í verkefnum og ferðum FFA ferðast þátttakendur á eigin ábyrgð. FFA tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.
Hagstætt er að gerast félagi í FFA. Með félagsskírteini FFA fæst afsláttur í mörgum sportvöruverslunum auk afsláttar í ferðir, verkefni og gistingu í skálum hjá FFA og FÍ, sjá nánar: Gerast félagi í FFA, þar getið þið skráð ykkur í félagið.