Fararstjórar

Til baka

Sigurbjörg Rún Jónsdóttir (Sirrý)

Fararstjóri

Sirrý er alin upp á Brekkunni á Akureyri þar sem börnin léku frjáls og gleðin og sólskinið réði ríkjum. Mikil útivera og ferðalög í barnæsku gerði það að verkum að Sirrý hefur alla tíð haft unun af því að vera á ferðinni og stunda hreyfingu og útivist.

Sirrý starfar sem verkefnastjóri á Miðstöð doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna við Háskólann á Akureyri og þykir kærkomið að komast út eftir vinnudaginn og hreyfa sig.

Fyrsta alvöru bakpokaferðin var Öskjuvegurinn og eftir það var hver fjallaferðin á eftir annarri farin, Látraströnd, Hornstrandir, Víknaslóðir o.fl.

Í seinni tíð bættust ferða-, fjalla- og gönguskíði í áhugamálin sem og fjallahjól enda býður nærumhverfi Akureyrar upp á óþrjótandi möguleika þar sem hægt er stunda útivist jafnt sumar sem vetur og næra sál og líkama. Skemmtilegast er að fara í lengri bakpokaferðir á ferðaskíðum en einnig er gaman að ögra sér og takast á við lengri og krefjandi verkefni og hefur stelpan m.a. tekið þátt í Vasagöngunni og Fossavatnsgöngunni á Ísafirði.

Árið 2013 gekk Sirrý í Súlur, björgunarsveitina á Akureyri og þar hefur hugrekkið aukist sem og þekkingin á ferðamennsku og þá er sjálfboðastarfið mjög gefandi.

Uppáhaldsstaður: Drekagil og umhverfið þar skipar stóran sess í hjartanu og eru Herðubreið og Snæfell mikil uppáhalds fjöll.

Ómissandi í bakpokann: Poki (stundum pokar) af HARIBO hlaupi!