Bernard Gerritsma

BernardBernard er fæddur í Suður Afríku og alinn upp í Hollandi frá átta ára aldri. Frá 14 til 18 ára aldri hjólaði hann um Evrópu. Eftir það fór hann að leggja stund á fjallgöngur, aðallega í Ölpunum. Einnig lærði hann á sjókajak og var síðan kennari og fararstjóri á sjókajak og var í stjórn hollenska kajakfélagsins. Árið 1993 flutti hann til Íslands og varð heillaður af náttúru landsins. Fór að stunda skíði og fjallgöngur af kappi og gekk í Ferðafélag Akureyrar. Hann hefur einnig gengið mikið með eiginkonu sinni, Bóthildi Sveinsdóttur, um Ísland og erlendis, t.d. á Kilimanjaro, Toubkal og nokkra tinda í Ölpunum. Bernard er forstöðumaður geðdeildar SAK. 

Upphaldsstaður á Íslandi er Borgarfjörður eystri og Víknaslóðir.

Bernard byrjaði  fararstjórn hjá FFA 2021.