Fararstjórar

Til baka

Ingvar Teitsson

Fararstjóri

Ingvar fæddist í Saltvík í Reykjahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu en ólst upp í Reykjadal. Ingvar heillaðist snemma af öræfum og óbyggðum og byrjaði að ganga á fjöll árið 1969, þá 18 ára. Á árunum 1972-80 bjó Ingvar á Reykjavíkursvæðinu og stundaði þá meðal annars útivist með hjálparsveit skáta í Reykjavík og Íslenska alpaklúbbnum. Ingvar hefur gengið á fjöll erlendis, til dæmis í Sviss, Frakklandi, Ítalíu, Wales og Skotlandi. Ingvar var fararstjóri hjá FÍ í Reykjavík árin 1978-82. Frá 1992 hefur hann verið fararstjóri á hverju ári hjá FFA, oftast í ferðum um Suður-Þingeyjarsýslu. Hann hefur leitt gönguhópa um Öskjuveginn í mörg ár auk ferða á Herðubreið.

Ingvar hefur starfað með mörgum nefndum innan FFA má þar t.d. nefna skálanefndir og ferðanefnd. Hann hefur starfað í stjórn FFA og var formaður á árunum 1994-2006.
Í dag er hann formaður Lambanefndar, gönguleiðanefndar og ritnefndar auk þess sem hann situr í félaga- og kynningarnefnd. Þau eru ófá verkefnin sem hann hefur unnið fyrir FFA en Ingvar er mjög ötull við að stika leiðir, smíða og leggja mýrabrýr og byggja göngubrýr. Hann hefur farið ófáar ferðirnar inn á Glerárdal í þeim tilgangi.

Ferðir á söguslóðir eru eitt helsta áhugasvið Ingvars á seinni árum. Fjöll, fuglar og blóm finnast honum líka alltaf töfrandi.

Ingvar er starfandi læknir á Akureyri og kenndi í meira en 25 ár við Háskólann á Akureyri.