Fararstjórar

Til baka

Halldóra Bjarney Skúladóttir

Fararstjóri

Halldóra Skúladóttir er frá Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði og flutti þaðan til Akureyrar til þess að fara í framhaldsskóla. Hún er svæfingahjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri og hefur starfað þar síðan 1994.

Dóra hefur mjög gaman af fjallgöngum, bakpokaferðum, skíðagöngum, fjallaskíðum og allskonar brasi, gangandi, skíðandi, hjólandi eða keyrandi. Skemmtilegast er að spenna á sig bakpokann að morgni dags og eiga góða dagleið fyrir höndum, með fallegu nesti og góðum ferðafélögum.

Uppáhaldsstaðirnir eru margir og sem dæmi má nefna, Ljósavatnsskarð, Herðubreið og þar sem góða veðrið er.

Halldóra hefur verið í ferðanefnd FFA síðan 2022 og núna ætlar hún að vera fararstjóri í fossaferð í Bárðardal sem er fyrirhuguð 25. ágúst 2024.