Fararstjórar

Til baka

Brynjar Karl Óttarsson

Fararstjóri

Brynjar Karl Óttarsson er fæddur og uppalinn í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Eftir grunn- og framhaldsskólanám í heimabyggð hleypti Brynjar heimdraganum. Hann stundaði nám við KHÍ áður en hann kom aftur heim til Akureyrar og hóf störf við Giljaskóla. Síðustu ár hefur Brynjar kennt við Menntaskólann á Akureyri en samhliða kennslu sinnir hann ritstörfum og skólaþróunarmálum.

Brynjar er stofnandi Grenndargralsins, Sagnalistar og Varðveislumanna minjanna. Á þessum vettvangi fær hann notið helstu áhugamála sinna sem eru saga og menning, útivist og grúsk. Heimabyggð er honum hugleikin, saga hennar, varðveisla minja og miðlun til almennings. Brynjar hefur leiðsagt í styttri sögugöngum á heimaslóðum m.a. fyrir FFA á slóðum berklaveikra á Kristneshæli. Haustið 2023 ætlar Brynjar að ganga í fótspor setuliðsmanna á Melgerðismelum og segja sögu flugmannsins John Kassos.

Æskuslóðirnar á landnámsjörð Helga magra í Kristnesi skipa sérstakan sess í huga Brynjars. Ef á móti blæs þykir honum gott að reima á sig gönguskóna og spígspora við rætur Hlíðarfjalls.