Fjóla Kristín Helgadóttir

Fjóla Kristín HelgadóttirFjóla Kristín er fædd og uppalin á Akureyri. Hún hefur mikinn á ferðalögum og þá sérstaklega um óbyggðir og tók snemma landvarðanámskeið. Fjóla hefur um nokkurt skeið sett sér það markmið að koma á a.m.k. einn nýjan stað á ári en enn þá er alltof margri staðir eftir. Hún starfaði um nokkurra ára skeið sem land- og skálavörður á vegum Ferðafélags Akureyrar og Náttúruverndarráðs í Drekagili við Öskju og í Herðubreiðarlindum og var skálavarðahúsið Fjólubúð í Drekagili t.d. látið heita í höfuðið á henni. Fjóla hefur verið tengd Ferðafélagi Akureyri með meira eða minna móti frá unglingsárum enda ferðuðust foreldrar hennar mikið með FFA. Hún hefur starfað lengi með FFA m.a. í nefndum og stjórn auk þess að taka að sér  fararstjórn í ferðum félagsins af og til í gegnum árin og hefur hún m.a. tekið að sér formennsku í nýrri nefnd innan FFA, nefnd um barna- og fjölskyldustarf.

Fjóla er kennari og starfar sem deildarstjóri í Oddeyrarskóla. Hún er sannfærð um að eitt af því besta sem hægt er að gefa börnum sé að gefa þeim tækifæri til að upplifa náttúruna á sem fjölbreyttastan hátt.