Krepputunga - Sönghofsdalur

Krepputunga-Sönghofsdalur  

Brottför kl. 16 á einkabílum (jeppum/jepplingum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
6. júlí, laugardagur: Ekið í Möðrudal og gist á tjaldsvæðinu þar. Til að komast þaðan í Krepputungu þarf að vera á jeppum eða jepplingum.
7. júlí, sunnudagur: Lagt er af stað á sunnudagsmorgni kl. 8 frá tjaldsvæðinu í Möðrudal. Ekið að Kreppubrú og bílum lagt. Þaðan er gengið á söndum út í tunguna í átt að ármótum, um Sönghofsdal og ummerki um gamla árfarvegi skoðaðir. Þeir sem vilja, gista aftur í Möðrudal.
Vegalengd alls um 18 km. Gönguhækkun óveruleg.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn. Ekki innifalið: Ferðir og gisting í Möðrudal.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Búnaðarlisti

Skráning