- 19 stk.
- 06.04.2008
Skíðaferð á Þorvaldsdal.
Farið var á Þorvaldsdal þ. 5. apríl 2008. Ekið var að Stærra-Árskógi og gengið þaðan suður dalinn. Skýjað var og norðvestan gola þegar lagt var af stað, en fljótlega lægði og gerði glampandi sól. Nægur snjór var en víða djúp lausamjöll. Fjallasýn var óviðjafnanleg allan daginn. Snjórinn entist því nær heim að túni í Fornhaga. Gangan tók tæpar 8 klst. og gekk í alla staði vel. Fararstjóri og myndasmiður var Ingvar Teitsson.