Ferðaskilmálar

  • Þátttökugjald og greiðslufyrirkomulag

    Æskilegt er að panta tímanlega í lengri ferðir og þær ferðir þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.


    Þátttökugjald í flestar ferðir er greitt við brottför eða stuttu fyrir ferð.


    Nánari skýring um greiðslufyrirkomulag kemur fram í viðburði fyrir hverja ferð.


    Í nokkrar ferðir á ferðaáætlun 2026 þarf að greiða staðfestingargjald í síðasta lagi 14 dögum eftir að krafa er stofnuð í netbanka. Staðfestingargjaldið fæst ekki endurgreitt nema ef ferð er felld niður. Gert er ráð fyrir að ferð sé greidd upp þremur dögum fyrir brottför og fæst þá ekki endurgreidd.


    Ef afpanta þarf ferð skal senda póst á netfangið ferdir@ffa.is


    Ferðafélag Akureyrar áskilur sér rétt til að fella niður ferð eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur.


    Hreyfiverkefni og námskeið eru ekki endurgreidd eftir að þau hefjast.

  • Áætlaður tími ferða

    Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingu.


    Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig.

  • Gæludýr

    Ef hundaeigandi vill taka hundinn sinn með í gönguferð með FFA þarf hundurinn að vera í



    taumi. Æskilegt er að taka það fram við skráningu að eigandinn ætli að taka hund með svo fararstjóri viti af því. Eigandi hundsins ber alla ábyrgð á hundinum í ferðinni.



    Ef einhver þátttakandi í ferðinni eða fararstjóri er með ofnæmi fyrir hundum eða ekki tilbúinn að fara í ferðina ef hundur er með, þá þarf hundurinn að víkja. Fararstjóri tekur af skarið um það ef þarf. Hundar geta ekki verið með í ferð þar sem rúta flytur hópinn.


    ATH. Hundar og öll gæludýr eru ekki leyfð í skálum FFA.

  • Tryggingar

    Ferðafélag Akureyrar tryggir hvorki þátttakendur né farangur þeirra og hvetur fólk til að kynna sér eigin heimilistryggingar eða kaupa ferða- og slysatryggingar.

  • Öryggisáætlun FFA

    Ferðafélag Akureyrar vill stuðla að öryggi í ferðum, í skálum og á tjaldsvæðum félagsins eins og kostur er. Til þess var gerð öryggisáætlun sem mikilvægt er að þátttakendur í ferðum og þeir sem gista í skálum og á tjaldsvæðum félagsins kynni sér. Þannig er reynt að tryggja öryggi allra í hvívetna.


    Hana er hægt að sjá á heimasíðu FFA undir "Félagið" eða á þessum tengli