Lykilþættirnir sex
Markmið FFA: Með starfi sínu vill félagið stuðla að ferðalögum um Ísland, einkum Norðurland og greiða fyrir þeim. Jafnframt vill félagið vekja áhuga Norðlendinga á landinu, náttúru þess og sögu og hvetja til góðrar umgengi um náttúruna.
Lykilþættir eru sex: Félagið, ferðir, skálar, nefndir, samfélagsmiðlar og nýjungar.
Félagið
Markmið:
Öflugt sjálfboðastarf verði áfram innan félagsins.
Að félagið verði lifandi afl í ferðamennsku á svæðinu og í stöðugri endurnýjun.
Að allir félagsmenn finni sig alltaf velkomna.
Að sem flestir viti af tilurð félagsins og hafi áhuga á að ferðast og starfa með félaginu.
Lögð verði áhersla á að ná til yngra fólks til að starfa með félaginu.
Framkvæmd:
Stjórn og nefndir.
Ferðir
Markmið:
Að boðið sé upp á fjölbreyttar ferðir t.d. hvað varðar erfiðleikastig, náttúru, sögu, menningu og skemmtun.
Lögð verði áhersla á að fá yngra fólk í ferðir, reyna að ná til fjölskyldufólks, unglinga og barna.
Að bjóða upp á faglega og metnaðarfulla fararstjórn, fararstjóra sem hafa tilskilda þjálfun.
Tryggja öryggi í ferðum eins og kostur er.
Framkvæmd:
Ferðanefnd, nefnd um barna- og fjölskyldustarf og hreyfihópanefnd.
Skálar
Markmið:
Að halda áfram mikilvægu starfi í uppbyggingu skála félagsins og nýta skálana vel.
Félagið stefnir að því að rekstur skálanna sé sjálfbær og standi undir kostnaði við uppbygginu, viðhald og rekstur.
Framkvæmd:
Skálanefndir.
Nefndir
Markmið:
Öflugu starfi nefnda verði haldið áfram. Þær vinna sjálfstætt og bera ábyrgð á sínu starfi.
Að fá nýtt fólk í nefndir og fjölga konum sérstaklega.
Nefndamenn skipta með sér verkum þannig að allir hafi hlutverk.
Góð samvinna við stjórn og skrifstofu.
Framkvæmd:
Stjórn og nefndir.
Samfélagsmiðar
Markmið:
Öflug og lifandi heima- og facebókarsíða. Vefur FFA sé skipulegur, lifandi og allar upplýsingar séu aðgengilegar.
Að félagið sé sýnilegt á sem flestum samfélagsmiðlum.
Framkvæmd:
Skrifstofa, félaga- og kynningarnefnd.
Nýjungar
Markmið:
Að allir félagsmenn fái tækifæri til að koma með nýjar hugmyndir um starf félagsins. Þeir geti treyst því að allar hugmyndir fái umræðu og að þeir verði upplýstir um afdrif þeirra.
Hver nefnd leitist við á hverjum tíma að finna áhugaverðar nýjungar í starfi FFA og leiti til félagsmanna um það.
Framkvæmd:
Stjórn og nefndir.
Endurskoðað og samþykkt af stjórn FFA febrúar 2024.

