Öryggisáætlun FFA
Ferðafélag Akureyrar vill stuðla að öryggi í ferðum, í skálum og á tjaldsvæðum félagsins eins og kostur er. Til þess var gerð öryggisáætlun sem mikilvægt er að þátttakendur í ferðum og þeir sem gista í skálum og á tjaldsvæðum félagsins kynni sér. Þannig er reynt að tryggja öryggi allra í hvívetna.
Ferðir
Ferðanefnd innan FFA gerir nýja ferðaáætlun árlega og birtir á heimasíðu sinni í desember ár hvert. Einnig er hægt að nálgast hana á deildasíðu FFA hjá Ferðafélagi Íslands.
Á áætlun eru 50 - 60 ferðir ár hvert.
Hér fyrir neðan má sjá öryggisreglur fyrir allar ferðir FFA:
Skálar
Skálar Ferðafélags Akureyrar eru í Herðubreiðarlindum, Dreka og Laugafelli. Gönguskálar eru í Botna, Bræðrafelli, Dyngjufelli og Lamba.
Skálarnir við Drekagil, í Herðubreiðarlindum og í Laugafelli eru læstir á veturna.
Bræðrafell og Lambi eru læstir allt árið.
Hér fyrir neðan má sjá öryggisreglur fyrir alla skála FFA:

