Næsta ferð 8. júní: Krossanesborgir - Skjaldarvík
2. júní 2025

Brottför kl. 13
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Safnast saman í bíla ef vill.
Fararstjórn: Þorgerður Sigurðardóttir
Gangan hefst á bílastæðinu við Krossanesborgir. Þaðan er gengið meðfram sjónum að mestu og til Skjaldarvíkur. Misjafnt gönguland, fjara, tún, slóðar og gróið land. Mögulega einhver bleyta. Selflytja þarf bíla.
Vegalengd: 4 - 5 km. Gönguhækkun: Óveruleg.
Þátttaka ókeypis
