Fararstjórar

Til baka

Þorgerður Sigurðardóttir

Fararstjóri

Þorgerður er uppalin í Kópavogi en flutti til Akureyrar 1989 og hefur verið þar síðan. Hún er grunnskólakennari að mennt og hefur kennt við Barnaskóla Akureyrar og Lundarskóla, síðustu ár sín þar vann hún við stjórnunarstörf. Árið 2013 breytti hún til og gerðist verkefnastjóri við Háskólann á Akureyri þar sem hún sá um vettvangsnám allra kennaranema við kennaradeild HA. Hún hætti störfum í lok árs 2019.

Þorgerður hefur m.a. áhuga á gönguferðum og hefur gaman að því að fara í lengri ferðir í góðum hóp, ekki síst erlendis. Þessi áhugi hennar varð til þess að hún samþykkti að ganga í stjórn FFA árið 2017 þegar leitað var til hennar um það. Árið 2019 varð hún svo formaður félagsins.

Uppáhaldsstaður Þorgerðar er Borgarfjörður eystri þar sem rætur hennar liggja.