Tvær ferðir laugardaginn 28. júní
25. júní 2025

Laugardaginn 28. júní eru tvær ferðir á áætlun hjá FFA.

Barna- og fjölskylduferð að Skeiðsvatni, lagt af stað frá FFA Strandgötu 23 kl. 10. Skemmtileg ganga og fallegt umhverfi ekki síst fyrir börn að upplifa fjallasalina sem þarna eru.

Hin ferðin er á Gusthnjúk á Höfðaströnd í Skagafirði með Unu Þóreyju sem þekkir þetta umhverfi vel. Alltaf gaman að fara með heimafólki um þeirra slóðir. Lagt af stað frá FFA, Strandgötu 23 kl. 8.