Hnjótafjall – Helja. Skíðaferð í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla

Hnjótafjall – Helja. Skíðaferð í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla skidi skidi skidi

4. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Kristján Hjartarson. Verð: Frítt.
Lagt upp frá bílaplani innan við Atlastaði í Svarfaðardal. Gengið fram Neðri-Hnjóta að Heljabrekkunni uns komið er að Stóruvörðu efst á Heljardalsheiði. Gengið framhjá fjallinu Deili, fyrir botn Unadals eftir Hákömbunum. Gengið niður Skallárdal að Atlastöðum. Hækkun 880 m. Göngulengd 19 km. Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í eldsneytiskostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig.

Skráning