Ekið verður á einkabílum að Holtsseli í Eyjafjarðarsveit og þaðan gengið á fjallið. Líklega verður ekki gengin sama
leið til baka, fer eftir skaplyndi fararstjóra.
Ofan af Kerlingu er í góðu skyggni geysivítt útsýni, frá Austfjarðafjöllum til Strandafjalla og suður til jöklanna flestra. Nær í suðurátt fjöllin vestan Inn-Eyjafjarðar yfir Lambárbotna, í austri sést meðfram Röðulshausnum og austur yfir byggðir Eyjafjarðar, en í norðri eftir endilöngum Súlnafjallgarði. (Árbók FÍ 1991).
Fararstjóri er Frímann Guðmundsson og brottför er frá skrifstofu FFA kl.8:00.
Verð kr. 1.000.-/1.300.-