19. maí. Fuglaskoðunarferð

19. maí. Fuglaskoðunarferð  Myndir
Árleg fuglaskoðunarferð FFA og að þessu sinni verður fuglalífið í Mývatnssveit skoðað undir leiðsögn kunnáttumanna og Fuglasafnið heimsótt (ekki innifalið í verði). Hafið með ykkur nesti og sjónauka. Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen.
Verð: kr. 7.800/ kr. 7.300 Innifalið: Fararstjórn. Rúta. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Brottför frá FFA kl. 8.00
Munið að skrá ykkur í ferðina.