29.júlí-4.ágúst: Öskjuvegur

Trússferð ( 2 skór)

 

  1. dagur.   Farið frá FFA á Akureyri kl. 16.00. Gistum í húsi í Herðubreiðarlindum. Farið í stutta kvöldgöngu
  2. dagur.   Við göngum framhjá Eyvindarkofa og eftir stikaðri leið í átt að Herðubreið. Göngum norður fyrir fjallið og að uppgöngunni. Þaðan er bein stikuð leið í Bræðrafell. Úfið hraun austan Herðubreiðar en slétt helluhraun vestan hennar. Dagleið 18-20 km. 7-9 klst. Ef við erum hress forum við í stutta kvöldgöngu.
  3. dagur.    Við tökum daginn snemma og höldum eftir stikaðri leið. Fyrst slétt hraun með nokkrum úfnum höftum og eftir að komið era ð Dyngjufjöllum er gengið milli hrauns og hlíðar á sandi. Syðst er komið á vikurbreiðu og þá er sveigt allmikið til austurs og krækt fyrir austustu hrauntunguna frá Öskjugosinu 1961. Sunnan hennar komum við á veg og er þá stutt í Dreka, en þar gistum við. 18-20 km. 7-9 klst. Eftir næringu og smá kvíld er kvöldganga og síðan kvöldmatur.
  4. dagur.   Brottför kl. 9.00. Göngum upp hlíðina norðan skálans og yfir fjallið og komum fram á barm Öskjunnar nokkru sunnan við Víti. Sneiðum skáhallt niður að Víti eða göngum fjallseggina til norðurs. Á móts við Víti er brött brekka niður. Auðvitað forum við í Vítisbað. Göngum síðan niður að Vikraborgum, en svo heita gígarnir frá 1961. Þar bíður bíllinn okkar og flytur að Dreka. 5-7 klst, dagleið. Fáum okkur að drekka og förum síðan á bílnum í skoðunnarferð að Nautagili 1,5 klst. Þvínæst kvöldverður.
  5. dagur.Göngum eða látum aka okkur að Vikraborgum. Þar forum við yfir nokkuð breiða hrauntungu, lausa í sér, að norðurhlíð Öskjunnar. Við göngum svo með hlíðinni á sléttum hraunvikri að Jónsskarði. Í skarðinu er stundum lítill snjóskafl. Þarna komum við á stikaða leið.Brekkan er ekki löng. Askjan lækkar í stöllum niður á Dyngjufjalladal og er þá 1 km. í Dyngjufell þar sem við gistum. Kvöldmatur. Kvöldganga ef vilji er fyrir hendi.Dagleiðin er 5-7 klst.
  6. dagur. Göngum eftir bílaslóð alla leið í Botna á sléttum söndum og hrauni í 5-6 klst.Kvöldmatur og e.t.v. kvöldganga.
  7. dagur. E.t.v.morgunganga að Hrauntungu, að loknum morgunverði og frágangi skálans.Göngun niður með Suðurá,um Suðurárbotna og Stóruflesju í Svartárkot þar sem bíllinn bíður okkar. 4-6 klst.  

     Athugið!

            Bíll keyrir dótið okkar, nema tvo fyrstu göngudagana. Lindir-Bræðrafell og Bræðrafell-Dreki. Þess vegna þurfum við að bera svefnpokana og nestið þessa tvo daga. Í öllum skálunum eru eldunartæki og miðstöð svo þurrka má blaut föt. Allstaðar er hvílupláss fyrir 16, nema í Bræðrafelli, þar eru 12 í kojum og 2-4 á dýnu á gólfi.Vatn er hvergi tryggt á leiðinni utan náttstaða, nema á dögum 5 og 7. Því er nauðsynlegt að innbyrða mikinn vökva að morgni. 1-2 lítra(súpur drykkir) og hafa með sér 2 lítra yfir daginn. Stoppað verður tvisvar á dag til matar og drykkjar.

 

 

 Verð kr. 43.500.-/48.500.-