Á leið til fjalla

Nú er verið að gera skálana klára fyrir sumarið og hópur fólks á leið í vinnuferð inn í Herðubreiðalindir um helgina.

Landvörðurinn okkar hún Hanna Kata mun opna skálann á þjóðhátíðardaginn 17.júní.  Einnig er verið að vinna í skálunum við Dreka og miklar framkvæmdir ennþá í gangi við nýja skálann þar. Hann stendur til að opna þann 10.júlí, ef allt gengur að óskum. Vinnuferð verður líka farin inn í Lamba í Glerárdal og í Bræðrafell um helgina og fljótlega inn í Laugafell en skálavörður , hún Kristjana, verður þar frá 1.júlí.

Til klukkan 19 í dag verður skráð í ferð að Hraunsvatni á sunnudaginn 19.júni. Þetta verður létt og skemmtileg ferð í afar fallegu landslagi. Fararstjóri er Hafdís Pálsdóttir.