Ævintýrasigling með Húna II. Þrjár eyjar á sumarsólstöðum.

 

Ævintýrasigling með Húna II.   Þrjár eyjar  á  sumarsólstöðum.

20. júní Brottför kl. 16 Hollvinir Húna II og Ferðafélag Akureyrar bjóða upp á heimsókn í þrjár eyjar með fararstjóra og staðkunnum leiðsögumönnum. Brottför frá Akureyri  þann  20.06.kl.16:00 Komið í Flatey á Skjálfanda kl. 21:00 Leiðsögn um eyjuna. Brottför frá Flatey kl 24:00 Komið í Grímsey kl. 03:00 Gist í Grímsey Laugardagur 21.06. gengið um eyjuna og hún skoðuð fyrripart dags Kl. 15:00 lagt af stað í siglingu umhverfis eyjuna. Gist aftur í Grímsey Brottför frá Grímsey 22.06. kl. 09:00 Komið í Hrísey kl. 13:00 Gengið um eyjuna og hún skoðuð Brottför frá Hrísey kl. 16:00 Komið til Akureyrar kl 18:30 Þátttakendur þurfa sjálfir að sjá sér fyrir gistingu í Grímsey  og hafa með sér nesti,  nánari upplýsingar þar um á skrifstofu FFA. Um borð í Húna verða seldar léttar veitingar Skráning fer fram á vef FFA og á skrifstofunni. Verð  í ferðina er kr. 34.000.  Innifalið:  Fararstjórn, leiðsögn og sigling. Skrifstofa FFA er opin mánudaga – föstudaga kl. 11:00 – 13:00 og á föstudögum fyrir ferðir  kl. 18:00 – 19:00. Áskilinn er réttur til breytinga, eða að fella ferðina niður vegna þátttökuleysis eða aðstæðna.