Blástakkur 1.ágúst

ATH. Þessa ferð er búið að flytja til sunnudagsins 1. ágúst, var á áætlun 31. júlí.
Næsta ferð félagsins er laugardaginn 31. júlí og er á Blástakk í inn af Féeggstaðadal í Hörgárdal. Ofan af Blástakki er geysifallegt útsýni yfir fjöllin á Tröllaskaga og víðar. En fjallið stendur í tæpri 1400 metra hæð yfir sjávarmáli.

31. júlí. Blástakkur, 1379 m.   
Upphaf göngunnar er við Féeggsstaði í Barkárdal. Farið er yfir Barká á göngubrú og gengið fram Féeggsstaðadalinn þar til áin skiptist við Féegg. Er þá farið yfir í tunguna og gengið upp Féeggina þar til komið er upp úr dalnum í um 1200 m hæð. Er þá lagt á fjallið sem er 1379 m. Stórbrotið útsýni yfir fjallasalinn og til Kolbeinsdals, Skíðadals og Barkárdals. Gengið til baka um Barkárdal að Baugaseli.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson.
Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000
Brottför frá FFA kl. 8.00