Bókin

Fyrir nokkru síðan var sendur gíróseðill fyrir félagsgjöldum til allra félaga okkar. Gengið hefur vel að innheimta hann

og byrjað er að bera bókina út til þeirra sem greitt hafa. Einnig hafa margir sótt bókina á skrifstofuna og er það hið besta mál, en þá er fólk beðið að hafa með sér kvittun fyrir greiðslunni séu þeir búnir að greiða einhvers staðar annars staðar. Einnig er hægt að kippa gíróseðlinum með sér og greiða á skrifstofunni og taka bókina en athugið að ekki er tekið við debetkorti, heldur kreditkorti eða peningum.

Félagar sem hafa greitt eru beðnir að sýna biðlund eftir bókinni og þolinmæði sökum þess hversu margar greiðslur bárust í einu og sendillinn er bara einn að störfum á hjóli í rigningunni :-)