FFA fékk heimsókn

Útivistarval grunnskólanna á Akureyri heimsótti FFA í dag. Í hópnum voru sjö krakkar í 8. og 9. bekk ásamt kennara. Fjóla Kristín og Þorgerður sögðu þeim frá félaginu, skálunum, Þaulanum og ferðum FFA. Þessi hópur hafði gengið inn í Lamba og gist eina nótt í byrjun október og var gaman að heyra hvað þau höfðu gaman af þeirri ferð. Vonandi verður svona heimsókn endurtekin að ári.  

Þorgerður formaður FFA