Frítt fyrir börn í ferðir hjá FFA

Börn að 18 ára aldri fá frítt í dagsferðir Ferðafélags Akureyrar sumarið 2020 í fylgd með fullorðnum. Þetta var prófað í fyrra með góðum árangri. Tilgangurinn er að fá börn og unglinga í ferðir með FFA.

Vonandi mælist þetta vel fyrir og að foreldrar og afar og ömmur komi með börn og barnabörn í gönguferðir.

Við minnum einnig á Þaulann sem er gönguleikur fyrir börn og fullorðna. Þátttaka er ókeypis en það þarf að skrá sig á skrifstofu FFA og sækja þangað bækling til að geta tekið þátt í leiknum.