Gönguleiðanefnd FFA: stikun gönguleiða og mýrabrýr

Grétar Grímsson að bera olíu á gönguleiðastikur.
Grétar Grímsson að bera olíu á gönguleiðastikur.

Gönguleiðanefnd FFA er að undirbúa stikun gönguleiðarinnar upp á Kaldbak við Eyjafjörð. Við munum væntanlega fara í þetta verk sumarið 2019. Nú í janúar 2019 smíðuðum við 105 stikur sem fara í verkefnið. Gönguleiðanefndin er einnig að undirbúa smíði tveggja mýrabrúa á Lambagötuna, þ.e. göngustíginn fram í skálann Lamba á Glerárdal. Nú í janúar 2019 forsmíðuðum við tvær brýr, alls um 43 m, sem verða settar upp sumarið 2019.