Gönguvika - Akureyri og nágrenni

Gönguvika verður á Akureyri og í nágrenni dagana 3.-11. júlí.

Gönguvika - Akureyri og nágrenni 


Gönguvika verður á Akureyri og í nágrenni dagana 3.-11. júlí.
Dagskráin er svohljóðandi:

3. júlí: Grjótárhnjúkur í Hörgárdal.
Keyrt er á bílum eins og hægt er frá Staðarbakka. Gengið eða ekið yfir Hörgá og haldið inn Grjótárdalinn og þaðan upp suðausturhrygg fjallsins. Brottför frá FFA Kl. 8.00, Verð: 1500/2000.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson.

3. júlí: Þorvaldsdalsskokkið.
Göngumenn mæti við Fornhaga í Hörgárdal kl. 9.00, skokkarar kl. 12.00


4. júlí: Glerárdalur / Skjóldalur. Ferðafélag Akureyrar.
Gengið er frá enda Súluvegar við heimari Hlífá sem leið liggur eftir stikaðri leið inn að Lamba þar sem gott matarhlé verður. Eftir matinn verður haldið áfram upp Glerárdal yfir Þröskuld í Ytri-Króksdal og niður í Skjóldal alla leið að Ystagerði þar sem ferðin endar. Fararstjóri: Ingimar Eydal. Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000 Brottför frá FFA kl. 8.00


5. júlí: Auglýst síðar.


6. júlí: Ystuvíkurfjall. Farið frá FFA kl. 19.00.
Frítt (þeir sem fá far ættu að borga bílstjóranum 500 kall) og þetta eru ferðir upp á ca. 3 tíma.


7. júlí: Skólavarða. Farið frá FFA kl. 19.00.
Frítt (þeir sem fá far ættu að borga bílstjóranum 500 kall) og þetta eru ferðir upp á ca. 3 tíma.


8. júlí: Kræðufell. Farið frá FFA kl. 19.00.
Frítt (þeir sem fá far ættu að borga bílstjóranum 500 kall) og þetta eru ferðir upp á ca. 3 tíma.


9. júlí: Hlíðarfjall. Farið frá FFA kl. 19.00.
Frítt (þeir sem fá far ættu að borga bílstjóranum 500 kall) og þetta eru ferðir upp á ca. 3 tíma.


10. júlí: Glerárdalshringurinn - 24 tindar.
Glerárdalshringurinn er stór og umfangsmikill fjallgönguviðburður sem genginn er árlega í júlí, með um 10 fjöll hærri en 1.400 m og er Kerling hæst þeirra um 1.540 m, gengið er á 24 tinda um 45 km leið með um 4.500 gönguhækkun. Reikna má með um 20 til 28 klst í gönguna. Allar nánari upplýsingar m.a. varðandi skráningarfrest má finna á vefsíðu göngunnar 24x24.is undir Hringurinn.
 

11. júlí: Fuglaskoðunarferð Hrísey - nánar auglýst síðar.