Herðubreið 10.-12. ágúst

Gangan á Herðubreið sem átti að vera um verslunarmannahelgina er fyrirhuguð næstu helgi 10.-12. ágúst. Fyrirkomulag ferðarinnar er það sama.

Á föstudegi er ekið á einkabílum í Herðubreiðarlindir og gist þar í tjöldum eða í skála. Gengið á þjóðarfjallið á laugardaginn. Ekið heim á sunnudaginn. Nauðsynlegur aukabúnaður er hjálmur.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson
Verð: Frítt fyrir félagsmenn innan FÍ/aðrir kr. 1.000 (gisting ekki innifalin).
Brottför kl. 18.00