Holuhraun – ummerki náttúruhamfara.
18. júlí. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Karl Stefánsson.
Verð: 18.000/17.500. Innifalið: Fararstjórn og akstur.
Ekið verður í Dreka og þar slæst í hópinn landvörður frá Vatnajökulsþjóðgarði sem ætlar að koma með að hrauninu og veita upplýsingar um svæðið. Ekið verður að hraunjaðrinum, eða eins langt og vegir leyfa. Þar verður hægt að skoða ummerki náttúruhamfaranna og fræðast um þær. Að lokum verður ekið aftur til baka og er áætluð heimkoma einhverntímann um kvöldið.
Athygli er vakin á því að taka skal með sér hlýjan og skjólgóðan fatnað og nesti fyrir daginn.