Hornvík

Um helgina fór af stað sumarleyfisferð félagsins í Hornvík. Mikil eftirspurn var í ferðina og á endanum voru skráðir alls 34 manns í hana.Keyrt var á einkabílum til Ísafjarðar og eru þátttakendur í ferðinni víðsvegar að af landinu. Báturinn lagði af stað frá Ísafirði á laugardagskvöldinu og stendur ferðin fram á fimmtudag. Ágætis veður á að vera á þessum slóðum og reiknum við með að hópurinn dvelji þarna í góðu yfirlæti.