Jónsmessuferð á Súlur

Á Jónsmessukvöld ætlar ferðafélagið að bjóða þeim sem vilja upp á Súlur. Við ætlum að hittast við bílastæðið sunnan við öskuhaugana og leggja í hann kl 21.00.

ATHUGIÐ - ÓKEYPIS ER Í ÞESSA FERÐ :-)

Samt sem áður væri gott ef fólk myndi láta vita á skrifstofu fyrir kl 19.00  í síma 462 2720 ef það ætlar sér að fara.

Sjáumst í sumarblíðunni á Súlum!